Stærð Leturs

Vissir þú

Hentar bókunarþjónusta þínu fyrirtæki?

Við bjóðum bókunarþjónustu sem hentar öllum fyrirtækjum sem bjóða þjónustu skv. bókuðum tímum. 

Láttu okkur aðstoða þig við að bóka tíma og allt því tengt svo þú og þitt starfsfólk getið einbeitt ykkur að þjónustu við viðskiptavini.  Við sjáum svo um að minna á bókaða tíma svo aldrei falli niður bókanir út af gleymsku viðskiptavinar.

Við getum aðstoðað við uppsetningu og útfærslu á lausnum til að halda utan um tímabókanir.

Fréttir

KFÍA og Ritari hafa undirritað styrktar- og samstarfssamning sín á milli. Ritari hefur séð um símsvörunarþjónustu fyrir KFÍA sl. ár og mun halda því áfram til styrktar félagsins.  Óhætt er að segja að sú þjónusta hafi reynst KFÍA mjög vel þar sem mörgum verkefnum þarf að sinna og ekki alltaf einfalt fyrir starfsmenn KFÍA að svara fyrirspurnum í síma þegar sinna þarf verkefnum á mörgum stöðum.  Ritari sér því um að létta undir verkefnum starfsmanna KFÍA með því að svara helstu fyrirspurnum í síma og taka skilaboð eftir því sem við á...

Umsögn viðskiptavinar

Fyrirtækið Ritari.is sér um símsvörun á aðalnúmeri Landmælinga Íslands en val á fyrirtækinu fór fram með örútboði innan rammasamninga hjá Ríkiskaupum. Útvistun á símsvörun og upplýsingamiðlun til þeirra sem hringja til stofnunarinnar hefur skilað sér í hagræðingu og góðri þjónustu við viðskiptavini okkar. Samstarfið hefur gengur mjög vel og hefur það hjálpað við að beina kröftum starfsmanna Landmælinga Íslands að kjarnaverkefnum stofnunarinnar á meðan Ritari.is sinnir verkefnum á sínu sérsviði...
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands