Stærð Leturs

Vissir þú

Hentar bókunarþjónusta þínu fyrirtæki?

Við bjóðum bókunarþjónustu sem hentar öllum fyrirtækjum sem bjóða þjónustu skv. bókuðum tímum. 

Láttu okkur aðstoða þig við að bóka tíma og allt því tengt svo þú og þitt starfsfólk getið einbeitt ykkur að þjónustu við viðskiptavini.  Við sjáum svo um að minna á bókaða tíma svo aldrei falli niður bókanir út af gleymsku viðskiptavinar.

Við getum aðstoðað við uppsetningu og útfærslu á lausnum til að halda utan um tímabókanir.

Fréttir

September 2017.  Ritari ehf. hefur  flutt sig um set í nýtt og stærra húsnæði, að Esjubraut 49 á Akranesi,  sem rúmar betur aukin umsvif fyrirtækisins.  Nýja húsnæðið er á jarðhæð sem býður upp á marga nýja möguleika í þjónustu Ritara. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og mun innan skamms fagna tíu ára afmæli sínu. Hingað til höfum við boðið almenna ritaraþjónustu sem felst aðallega í símsvörun, bókunum, úthringingum auk annarra ritaraverkefna og  bókhaldsþjónustu.  Í nýju húsnæði getum við einnig...

Umsögn viðskiptavinar

Starfsmenn Ritara svara öllum símtölum fyrirtækisins og bóka viðtöl skjólstæðinga okkar. Við erum afar ánægð með þjónustuna og hafa starfsmenn Ritara lagt sig fram við að aðlaga þjónustuna að okkar þörfum. Þjónustulund og samvinna er til mikillar fyrirmyndar.  Heilsustöðin, sálfræði- og ráðgjafarþjónusta, www.heilsustodin.is.
Haukur Sigurðsson, sálfræðingur/framkvæmdastjóri