Stærð Leturs

Vissir þú

Hentar bókunarþjónusta þínu fyrirtæki?

Við bjóðum bókunarþjónustu sem hentar öllum fyrirtækjum sem bjóða þjónustu skv. bókuðum tímum. 

Láttu okkur aðstoða þig við að bóka tíma og allt því tengt svo þú og þitt starfsfólk getið einbeitt ykkur að þjónustu við viðskiptavini.  Við sjáum svo um að minna á bókaða tíma svo aldrei falli niður bókanir út af gleymsku viðskiptavinar.

Við getum aðstoðað við uppsetningu og útfærslu á lausnum til að halda utan um tímabókanir.

Fréttir

Ritari.is hefur í vetur tekið þátt í námskeiði á vegum Íslandsstofu sem heitir Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH 26). Námskeiðið er sniðið að þörfum fyrirtækja sem stefna að útflutningi, eða hafa þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt. Þar fá þátttakendur aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd. Á námskeiðinu var hópur einstaklinga úr ólíkum atvinnugreinum en með það sama markmið að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri þannig að skapa megi meiri verðmæti, fleiri störf...

Umsögn viðskiptavinar

Við hjá Omnis höfum nýtt okkur símsvörunarþjónustu Ritara til að efla þjónustu okkar enn frekar og um leið að létta álagi af okkar starfsfólki þannig að það geti sinnt vel þeim viðskiptavinum sem eru á staðnum.  Þegar starfsfólk okkar er upptekið við að sinna viðskiptavinum í búðunum eða er ekki við borðið sitt þá svarar Ritari.is símanum. Enginn af okkar viðskiptavinum þarf þar að leiðandi að lenda á símsvara og bíða lengi eftir að honum sé svarað, honum er alltaf svarað og komið í þær...
Eggert Herbertsson fyrrum framkvæmdastjóri Omnis