Stærð Leturs

Vissir þú

Hentar bókunarþjónusta þínu fyrirtæki?

Við bjóðum bókunarþjónustu sem hentar öllum fyrirtækjum sem bjóða þjónustu skv. bókuðum tímum. 

Láttu okkur aðstoða þig við að bóka tíma og allt því tengt svo þú og þitt starfsfólk getið einbeitt ykkur að þjónustu við viðskiptavini.  Við sjáum svo um að minna á bókaða tíma svo aldrei falli niður bókanir út af gleymsku viðskiptavinar.

Við getum aðstoðað við uppsetningu og útfærslu á lausnum til að halda utan um tímabókanir.

Fréttir

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Ritari.is og Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni um símsvörun fyrir FEBAN. Á samningstímanum tekur Ritari.is að sér að svara í síma félagsins á tímabilinu frá klukkan 9 til 17 alla virka daga. Þar geta innhringjendur aflað upplýsinga um dagskráratriði hjá félaginu, sent inn erindi og skráð sig á viðburði hjá félaginu. Á myndinni er stjórn FEBAN og við borðið eru Ingibjörg Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Ritari.is og Jóhannes Finnur Halldórsson formaður FEBAN.  

Umsögn viðskiptavinar

Við hjá Aha.is stofnuðum fyrirtækið til þess að gera fólki kleift að njóta alls hins skemmtilega sem Ísland hefur upp á að bjóða á verði sem flestir ættu að ráða við. Góð þjónusta spilar að sjálfsögðu mjög mikinn þátt þar inní og því ákváðum við að leita til Ritara eftir samvinnu í þeim málum.   Þar sem Ritari sérhæfir sig í símsvörun og að þjónusta viðskiptavininn hentar þetta samstarf okkur mjög vel því við getum einbeitt okkur að því sem við erum best í, þ.e. að útvega góða vöru á...
Helgi Már Þórðarsson, annar eiganda Aha.is