Stærð Leturs

Ritari flytur í nýtt húsnæði

September 2017. 

Ritari ehf. hefur  flutt sig um set í nýtt og stærra húsnæði, að Esjubraut 49 á Akranesi,  sem rúmar betur aukin umsvif fyrirtækisins.  Nýja húsnæðið er á jarðhæð sem býður upp á marga nýja möguleika í þjónustu Ritara. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og mun innan skamms fagna tíu ára afmæli sínu.

Hingað til höfum við boðið almenna ritaraþjónustu sem felst aðallega í símsvörun, bókunum, úthringingum auk annarra ritaraverkefna og  bókhaldsþjónustu.  Í nýju húsnæði getum við einnig boðið móttökuþjónustu fyrir fyrirtæki.  Hún hentar fyrirtækjum sem eiga erfitt með að taka á móti viðskiptavinum þar starfsmenn geta eðli starfseminnar vegna verið fjarri eða húsnæðið hentar ekki móttöku viðskiptavina.  Einnig á það við um fyrirtæki sem vilja hafa útibú á Akranesi þar sem hægt er að afhenda og taka á móti vörum svo eitthvað sé nefnt.

Til að byrja með mun Ritari t.d. sinna móttöku gesta á gistiheimilum sem starfa undir merkjum StayAkranes.  Það fyrirtæki er með gistiheimili á tveimur stöðum í bænum, Apotek hostel & guesthouse og Kirkjuhvoll guesthouse.

Með því að láta Ritara sjá um þessa þjónustu nýtast starfsmenn betur á báðum stöðum og öll þjónusta og upplýsingar til gesta veittar á einum stað.  Þessa þjónustu gætu önnur gisitheimili á Akranesi nýtt sér og losna því við að binda starfsmenn því sjaldnast er vitað nákvæmlega hvenær von er á gestum í hús. Auk áðurnefndrar þjónustu skapast aukið rými í nýju húsnæði fyrir fjölgun starfsmanna Ritara enda fjölmörg ný og spennandi verkefni framundan í starfsemi fyrirtækisins.  Í dag eru starfsmenn fyrirtækisins 12 að tölu á Akranesi og í Reykjavík. 

Við leggjum áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni