Stærð Leturs

Ritari styrkir Knattspyrnufélag ÍA

KFÍA og Ritari hafa undirritað styrktar- og samstarfssamning sín á milli.

Ritari hefur séð um símsvörunarþjónustu fyrir KFÍA sl. ár og mun halda því áfram til styrktar félagsins.  Óhætt er að segja að sú þjónusta hafi reynst KFÍA mjög vel þar sem mörgum verkefnum þarf að sinna og ekki alltaf einfalt fyrir starfsmenn KFÍA að svara fyrirspurnum í síma þegar sinna þarf verkefnum á mörgum stöðum.  Ritari sér því um að létta undir verkefnum starfsmanna KFÍA með því að svara helstu fyrirspurnum í síma og taka skilaboð eftir því sem við á þegar starfsmenn KFÍA eru uppteknir í öðrum verkefnum.

Það er Ritara sönn ánægja að fá tækifæri til að styrkja styrkja íþróttastarf í heimabyggð með þessum hætti og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

 

Á myndinni takast í hendur Ingibjörg Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Ritara og Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri KFÍA.

 

Við leggjum áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni