Stærð Leturs

Ritari tekur þátt í námskeiði á vegum Íslandsstofu

Ritari.is hefur í vetur tekið þátt í námskeiði á vegum Íslandsstofu sem heitir Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH 26).

Námskeiðið er sniðið að þörfum fyrirtækja sem stefna að útflutningi, eða hafa þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt. Þar fá þátttakendur aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd.

Á námskeiðinu var hópur einstaklinga úr ólíkum atvinnugreinum en með það sama markmið að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri þannig að skapa megi meiri verðmæti, fleiri störf og fjölbreyttara atvinnulíf á Íslandi.

Námskeiðinu lauk nýverið með útskrift og þökkum við kærlega fyrir skemmtileg og fræðandi námskeið og frábæran félagsskap.

Eftir stendur að við erum nú með enn betri viðskiptaáætlun og góðar hugmyndir um það hvernig við getum bætt þjónustu okkar enn frekar.

 

Við leggjum áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni