Stærð Leturs

Ritari.is á ferðaþjónustudegi SAF

Ritari tekur nú þátt í sýningu á ferðaþjónustudegi SAF (Samtök ferðaþjónustunnar) í samstarfi við Orange Project.

Orange Project býður uppá skrifstofu- og fundaraðstöðu á tveimur stöðum í Reykjavík og býðst þeim fyrirtækjum, sem nýta sér aðstöðu þar, kostur á að nýta sér símsvörunar- og bókunarþjónustu Ritara. 

Í dag eru mörg ferðaþjónustufyrirtæki að nýta sér aðstoð Ritara við símsvörun og bókanir í ferðir og gistingu og búast má við aukningu þar í takt við fjölgun ferðamanna til landsins.

Samstarfið hefur gengið mjög vel hingað til og lítur allt út fyrir afar farsælt áframhaldandi samstarf.  Óhætt er að segja að þjónustuframboð þessara tveggja fyrirtækja fari mjög vel saman og nýtist mörgum fyrirtækjum vel.

Meðfylgjandi mynd er tekin á bás Orange Project og Ritara á ferðaþjónustudegi SAF.  Frá vinstri er Tómas Hilmar Ragnaz, framkvæmdastjóri Orange Project og Ingibjörg Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri Ritara.

Við leggjum áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni