Stærð Leturs

Samstarf við FEBAN

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Ritari.is og Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni um símsvörun fyrir FEBAN. Á samningstímanum tekur Ritari.is að sér að svara í síma félagsins á tímabilinu frá klukkan 9 til 17 alla virka daga. Þar geta innhringjendur aflað upplýsinga um dagskráratriði hjá félaginu, sent inn erindi og skráð sig á viðburði hjá félaginu.

Á myndinni er stjórn FEBAN og við borðið eru Ingibjörg Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Ritari.is og Jóhannes Finnur Halldórsson formaður FEBAN.

 

Við leggjum áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni