Stærð Leturs

Sérsmíðaður hugbúnaður í símsvörun

Ritari.is hefur hafið vinnu við gerð á sérsmíðuðum hugbúnaði sem mun nýtast í símsvörun fyrir viðskiptavini fyrirtækisins og hefur Uppbyggingasjóður Vesturlands ákveðið að styrkja verkefnið.  Þessi styrkur er ákveðin viðurkenning á gæðum verkefnisins og virkni hugbúnaðarins en hann mun bæta m.a. gæði og virkni símsvörunnar til muna.

Hugbúnaðinum er gert að halda enn betur utan um allar þær upplýsingar sem starfsmenn Ritara þurfa að hafa til að geta svarað fyrir þau fyrirtæki sem nýta sér símsvörunarþjónustu fyrirtækisins og er hann hannaður með það fyrir augum að geta uppfyllt sem best þarfir hvers fyrirtækis fyrir sig.

Innleiðing á kerfinu mun hefjast í sumar og hlökkum við mikið til að taka kerfið í notkun.

Við leggjum áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni