Stærð Leturs

Símsvörun allan sólarhringinn

Í ljósi aukinnar eftirspurnar eftir símsvörun utan almenns skrifstofutíma þá hefur Ritari ákveðið að lengja þann tíma sem boðið er upp á almenna símsvörun og bíður nú viðskiptavinum sínum símsvörun allan sólarhringinn alla daga ársins.

Nú þegar eru nokkrir farnir að nýta sér þessa þjónustu og er búist við að fleiri muni koma til með að nýta sér hana áður en langt um líður.  

Margar greinar atvinnulífsins þurfa að bjóða upp á sólarhringsþjónustu og er dýrt að manna slíkar vaktir.  Ef þessi þjónusta er keypt af Ritara er einungis horft á fjölda símtala og fyrirtæki greiða samkvæmt því umfangi sem þarf að svara yfir sólarhringinn.  Þannig fá fyrirtæki mannaða vakt allan sólarhringinn en greiðir einungis fyrir þann tíma sem starfsmaðurinn svarar símtölum þannig að í langflestum tilfellum er ódýrara að kaupa þjónustu hjá Ritara en að manna sólarhringsvakt sjálfur. 

Hægt er að nýta þjónustu Ritara allan sólarhringinn og/eða aðeins part úr deginum eða nóttinni.

Við leggjum áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni