Stærð Leturs

Um Ritara

Ritari býður upp á heildarlausnir í skrifstofumálum.  Við kappkostum við að veita frammúrskarandi þjónustu á sviði viðskiptatengsla og skrifstofuhalds. Við leitumst við að starfa með fyrirtækjum og rekstraraðilum sem leita leiða til að ná fram hagræðingu og hagkvæmni í rekstri. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu, gagnkvæmt traust og virðingu og góð samskipti.

Við sérhæfum okkur á sviði ritaraþjónustu, símsvörunar, úthringinga, bókhaldsþjónustu og stofnunar og reksturs fyrirtækja.

Framtíðarsýn Ritara er að vera leiðandi í lausnum í rekstri fyrirtækja og bjóða viðskiptavinum okkar upp á afburðarþjónustu sem fer fram í sýndarumhverfi. Þar er átt við að rekstur fyrirtækisins sem kaupir af okkur þjónustuna fer fram óháð stað og tíma starfseminnar. Við getum leyst öll rekstrartengd verkefni viðskiptavina okkar beint frá skrifstofunni okkar og þurfum ekki endilega að vera á staðnum til að geta leyst störfin á faglegan og framúrskarandi hátt.

 

„Við hjálpum viðskiptavinum okkar að vinna öllum stundum við þau störf sem tilheyra kjarnastarfseminni og skapa þannig aukna framleiðni. Við spörum viðskiptavinum okkar kostnað með því að auðvelda honum að sníða sér stakk eftir vexti og kaupa sérfræðiþjónustu í skrifstofurekstri eftir þörfum.“
 

Við leggjum áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni