Eyjólfur R. Stefánsson

//Eyjólfur R. Stefánsson
Eyjólfur R. Stefánsson2018-09-06T15:04:08+00:00
Eyjólfur

Eyjólfur R. Stefánsson

Tæknistjóri
Netfang: eyfi@ritari.is

Starfsreynsla:
Eyjólfur hefur margra ára reynslu í rekstri tölvukerfa og er sérfræðingur í neteftirlitskerfum ásamt því að hafa mjög góða þekkingu á Asterisk VoIP símkerfum.

Eyjólfur hefur ma. starfað sem kerfisstjóri Atlantis Group og haft umsjón með rekstri tölvukerfa þeirra og séð um ýmis tæknimál, en fyrirtækið rekur ma. túnfiskeldi víða um heim. Hann hefur starfað sem tæknistjóri Omnis ehf. og séð um tækniumhverfi fyrirtækisins og stjórnað tæknideild þess, séð um þróun tæknilausna og rekstur tölvukerfa ásamt ráðgjöf.

Hann stofnaði á sínum tíma og rak Ritara og Arde.

Áður hefur hann jafnframt starfað hjá Skýrr við netstjórn Internetþjónustu, kerfisstjórn vefhýsingu og blade væðingu. Hann starfaði jafnframt hjá Öryggismiðstöð Ísland sem kerfisstjóri.

Menntun:
Eyjólfur hefur mikla menntun í rekstri tölvukerfa. Hann lauk diplóma námi í Tölvurekstrarfræði frá Háskóla Íslands árið 2001, hefur lokið diplóma námi í umsjón og rekstri tölvukerfa frá Rafiðnaðarskólanum í Reykjavík. Hann hefur jafnframt lokið námskeiðum á borð við Cisco CCNA, Microsoft MCSE, HP blade server management námskeiði, Cisco router og Cisco TCP/IP og routera námskeiðum, Linux námskeiði og mörgum fleirum.

Eyjólfur er uppalinn í Stykkishólmi en flutti á Akranes árið 2003 þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni Arndísi Höllu Jóhannesdóttur, þroskaþjálfa. Þau eiga tvær dætur.