Brýnt er að hlúa að öllum rekstrarþáttum fyrirtækisins og horfa ávallt gagnrýnum augum á skipulag, stjórnunaraðferðir, boðleiðir, upplýsingastreymi og hvatningu starfsmanna.

Stjórnendur verða að varast að horfa eingöngu á það sem er að í fyrirtækinu, horfa verður samhliða á það sem er í góðu lagi og halda því á lofti. Varanlegur bati fæst ekki í rekstri fyrirtækisins nema til staðar sé jákvæð stemning innan þess. Viðhorf starfsmanna til fyrirtækisins og verkefna sinna skiptir verulega miklu máli varðandi þann árangur sem fyrirtæki ætla að ná.

Mikilvægt er að skynja hvort starfsmenn eru virkir í vinnunni. Eru áhyggjurnar kannski að sliga þá? Eru þeir að tæma sjálfa sig af orku að óþörfu? Það er þess virði að þjálfa jákvætt hugarfar starfsmanna og sýna gott fordæmi. Stundið meðvitaða og einlæga hvatningu á meðal starfsmanna en ekki á öfgakenndum nótum.

Ritari veitir fyrirtækjum, einstaklingum og opinberum aðilum ráðgjafarþjónustu. Við erum mjög lausnarmiðuð (SF, e. solution focused) og forðumst vandamálatal. Stundum er það svo að orsök vandans er ekki auðfundin. Þá betra að nota tímann í að finna leiðir og spyrja endalausra spurninga sem á endanum framkalla lausnir. Það eru til margar leiðir að árangri en flestar byggjast þær á jákvæðri hugsun, virkni einstaklinga og farsælum mannlegum samskiptum.

Við sérhæfum okkur m.a. í að:

  • þróa hugmynd í fyrirtækjarekstur
  • gera viðskiptaáætlanir sem er forsenda faglegra vinnubragða við uppbyggingu fyrirtækis
  • hagræða í rekstri fyrirtækja/stofnana/einstaklinga
  • styrkja mannleg samskipti
  • aðstoða við yfirtökur og samruna fyrirtækja/stofnana
  • veita markaðs- og söluráðgjöf

Markmið okkar er að veita og benda á heildarlausnir fyrir fyrirtæki.

Við sækjum þá þekkingu sem vantar til að styðja við farsæla ráðgjöf fyrirtækisins.

Oftast liggja lausnirnar innan fyrirtækjanna sjálfra, á meðal starfsmanna sem hafa góða tilfinningu fyrir því sem betur má fara. Stundum þarf eingöngu að sækja þekkinguna, m.a. með því að virkja starfsmenn og leita eftir svörum við spurningum sem hægt er að vinna með.