Stærð Leturs

Bókhaldsþjónusta

Ritari tekur að sér almenn bókhaldsstörf fyrir rekstraraðila. Ritari.is er í samstarfi við ýmsa fagaðila m.a. í tengslum við bókhalds- og skattaráðgjöf, endurskoðun og ársuppgjör.

Ritari getur aðstoðað fyrirtæki þitt við þessi störf eða séð alfarið um þau fyrir þig og þitt fyrirtæki. Starfsfólk okkar og samstarfsaðilar hafa bæði reynslu og þekkingu til að sjá um alla hluta bókhaldsins frá launaútreikningum til uppgjörs.

 • Við sjáum um:
 • Færslu bókhalds.
 • Greiðslu reikninga.
 • Afstemmingar banka.
 • Afstemmingar lánadrottna og skuldunauta.
 • Útgáfu reikninga og greiðsluseðla.
 • Eftirfylgni með reikningum.
 • Launaútreikninga, launauppgjör og greiðslur. 
 • Virðisaukaskattssuppgjör.
 • Uppgjör og ársreikninga.
 • Skattauppgjör og framtöl fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
 • Að gera bókhaldið klárt til endurskoðunar.
 • Frágang opinberra gjalda.
 • Samskipti við opinbera aðila.

 

Við færum bókhaldið strax og gögnin berast til okkar sem gefur gleggri mynd af rekstrinum. Við stemmum bókhaldið jafnframt af reglulega og gefur það stjórnendum tækifæri til að fylgjast betur með raunverulegri stöðu mála.