Stærð Leturs

Bókhald

Bókhald

Við sækjum og sendum gögnin til þín eftir samkomulagi og færum bókhaldið jafnt og þétt. Höfum reynslu í vinnu við öll helstu bókhaldskerfi á markaðinum, s.s. TOK, Stólpa, DK o.fl.  Einnig bjóðum við upp á hýsingu á bókhaldskerfinu þínu eða leigu á bókhaldskerfi á hagstæðu verði.

Greiðslur og kostnaðarbókhald/lánadrottnabókhald

Við getum séð um að sinna aðeins hluta bókhaldsins. T.d. getum við aðstoðað þitt fyrirtæki með því að sjá um kostnaðarbókhaldið. Þá sjáum við um að taka á móti reikningum, koma þeim í samþykktarferli hvort sem er með að skanna inn reikninga eða senda þá til viðeigandi aðila, bókum reikningana og sjáum um að greiða greiðsluseðla, reikninga og skilagreinar. Við stemmum af bókhald við banka og sjáum til þess að allar reikningar séu greiddir og bókaðir.

Skuldunautabókhald og innheimta

Við sjáum jafnframt um allt innheimtuferlið frá upphafi til enda. Göngum frá og höldum utan um sölureikninga og samninga. Útbúum reikninga og greiðsluseðla og skráum kröfuna í þínum viðskiptabanka. Bókum og afstemmum við banka. Hringjum í viðskiptavini og minnum á ógreidda reikninga.