Stærð Leturs

Launabókhald

Launavinnslur

Mörg fyrirtæki velja að úthýsa launabóhaldi sínu til sérfræðinga. Bæði vegna þess að launaútreikningar geta verið snúnir og jafnframt eru launamál mikið trúnaðarmál og því oft þægilegra að aðrir sjái um launaútreikningana og frágang.

Við getum séð alfarið um utanumhald vegna taxta, tímafjölda o.þ.h. eða þú sendir okkur þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til útreiknings launa þinna starfsmanna. Við getum haldið utan um orlofstöku starfsmanna, veikindadaga og önnur mál tengd starfsmannahaldi.

Þú sendir okkur upplýsingar í lok hvers mánaðar um vinnu starfsmanna, orlofstöku, fyrirframgreiðslur o.þ.h. Við reiknum út launin, sendum þér launalista til yfirferðar og samþykkis. Sendum svo launaseðla til starfsmanna í pósti eða rafrænt. Skilagreinum staðgreiðslu og tryggingagjalds er skilað rafrænt til skattstofu og birtist krafan í netbankanum. Skilagreinum lífeyrissjóða og félagsgjalda er jafnframt hægt hjá sumum sjóðum að skila rafrænt beint úr bókhaldskerfinu og birtist krafan þá í netbanka. Annars sjáum við um að skila þeim á þann hátt sem sjóðirnir bjóða upp á.

Við sjáum um launaútreikninga, sendum launaseðla, sjáum um greiðslu launa og orlofs og sendum inn skilagreinar vegna staðgreiðslu, tryggingagjalds, lífeyrissjóða og stéttarfélaga.  Sjáum einnig um gerð launaframtala árlega og sendum út launa-og verktakamiða.