Stærð Leturs

Markaðs-og söluráðgjöf

Ritari.is býður viðskiptavinum sínum upp á fjölmargar lausnir sem viðkoma markaðs-og sölumálum. Við vinnum með viðskiptavinum allt frá grunni með því að ráðleggja nýjum fyrirtækjum um hvernig sé best að þróa þjónustu-og vöruframboð yfir í bestu leiðirnar til að koma afurðinni í sölu.

Markaðssetning á netinu

Í samstarfi við starfsfólk okkar í vefsíðugerð aðstoðum við fyrirtæki við að setja upp heimasíður í takt við markaðssetningu fyrirtækisins. Við aðstoðum við að sjá til þess að allt markaðsefni á netinu sé í takt við markaðsáætlun fyrirtækisins og að vefsíðan skili þeirri ímynd sem fyrirtækið leggur upp með að skapa sér.

Við getum aðstoðað við að útbúa markaðsáætlanir um á hvaða hátt og með hvaða móti er best að haga markaðssetningu og markaðsherferðum fyrir ykkar fyrirtæki. Við aðstoðum fyrirtæki við að gera sér grein fyrir hvar mestu viðskiptatækifærin liggja, hvernig markhópurinn er samsettur og hvaða leiðir eru bestar til að ná til og höfða til þessa markhóps. Jafnframt aðstoðum við viðskiptavini okkar við að útbúa söluáætlanir út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja um markhóp, vöruframboð og eftirspurn.