Stærð Leturs

Stefnumótun

Stefnumótun er langtímaáætlun sem er hönnuð með það að leiðarljósi að ná ákveðnu markmiði. Allir þættir í rekstri fyrirtækisins eru teknir með í stefnumótunina, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, starfsmenn, birgja eða viðskiptavini og oftar en ekki hefur stefnumótun breytingar í för með sér. Mikil undirbúningsvinna þarf að eiga sér stað svo stefnumótunin skili sem bestum árangri og er þá farið í að greina innra og ytra umhverfi fyrirtækisins og það skoðað ítarlega. Stefnumótun er eitt mikilvægasta skrefið sem stjórnendur og eigendur taka þegar ná skal árangri.

Hvort sem þú ert að hefja rekstur, vilt innleiða nýja vöru eða vilt endurmeta stöðuna fyrir þitt fyrirtæki geta ráðgjafar okkar aðstoðað þig við að setja þér markmið og móta stefnu til þess að ná þeim markmiðum.