Stærð Leturs

Stofnun, rekstur og hagræðing

Við getum aðstoðað þig við að stíga fyrstu skrefin á sviði fyrirtækjareksturs. Ráðgjafar okkar aðstoða fyrirtækið þitt við að koma undir sig fótunum og sjá um að fyrstu skrefin í rekstrinum séu stigin í réttri röð.

Þeir sem eru að stofna fyrirtæki hafa oft ekki þekkingu á rekstrartengdum málum og getur Ritari.is aðstoðað þar með ráðgjöf á borð við hvaða rekstrarform henti best, hvaða leyfi og umsóknir þarf að huga að og hvað er best að gera til að sjá til þess að rekstrartengd málefni séu í réttum farvegi.

Við getum jafnframt aðstoðað fyrirtæki við að ná fram hagræðingu í heildarrekstri fyrirtækisins eða finna lausnir að hagræðingu á ákveðnum sviðum.

Ráðgjafar okkar hafa jafnframt þekkingu og reynslu til að aðstoða fyrirtæki þegar stefnan er sett á samruna og yfirtökur og aðstoðað við ferlið frá upphafi til enda.