Stærð Leturs

Símsvörun

Símsvörunarþjónusta er þjónusta þar sem við svörum símanum fyrir fyrirtæki. Við leggjum okkur fram við að kynnast viðskiptavinum okkar og starfsemi þeirra til þess að geta svarað öllum símtölum sem til okkar berast með sóma.

Ritari leggur áherslu á sveigjanleika og getum við sérsniðið símsvörunina að fullu leyti að þörfum þíns fyrirtækis og bjóðum við upp á allar tegundir símsvörunar. Gagnvart viðskiptavinum fyrirtækja sem við þjónustum svörum við eins og við séum stödd í fyrirtækinu og gefum símann áfram eða tökum skilaboð, allt eftir þínum þörfum og óskum.

Markvisst er unnið að því að þjónustan sé fyrsta flokks og að allir sem hringja fái úrlausn á sínum málum hvort sem um er að ræða einfalda eða flókna þjónustu. Starfsfólk fyrirtækisins leggur sig fram við að leysa öll þau mál sem inn á borð okkar berast á faglegan og farsælan hátt.
 
Símsvörunarþjónustunni er ætlað að auka framleiðni annarra starfsmanna ykkar með því að minnka áreitið af því að svara símtölum.  Slíkt áreiti getur truflað einbeitningu og er því tíminn fljótur að safnast upp sem fer í símsvörunina yfir mánuðinn.  Hins vegar er um leið mikilvægt að svara öllum símtölum þar sem ávallt er hætta á að viðskiptavinur gefist upp eða hringi í samkeppnisaðilann þegar ekki er svarað.

Persónuleg þjónusta

Við leggjum áherslu á sveigjanlega og persónulega þjónustu. Símsvörunin er sniðin að þörfum viðskiptavina og sinnt af starfsfólki sem hefur þjálfun og reynslu í símsvörun. Við kynnum okkur starfsemi viðskiptavina vel og höfum útbúið upplýsingakerfi til að halda utan um þau fyrirtæki sem eru í þjónustu hjá okkur, enda er mikil áhersla lögð á að upplýsingarnar séu ávallt réttar. Þannig tryggjum við gagnsæja þjónustu þannig að sá sem hringir upplifi að hann sé að tala við starfsmann sem er staddur innan veggja fyrirtækisins.
 

Áreiðanleg þjónusta

Starfsfólk okkar er sérþjálfað til að svara símtölum á skilvirkan og árangursríkan hátt. Ritari getur ábyrgst yfir 90% svörun þeirra símtala sem berast, svartími okkar er mun hraðari en gengur og gerist og við getum ábyrgst að símsvörun þíns fyrirtækis er í góðum höndum hjá okkur.

Starfsfólk okkar er einstaklega þjónustulundað, sinnir sínu starfi vel og fær mikið hrós fyrir þá þjónustu sem þau veita.

 

Við bjóðum símsvörun allan sólarhringinn alla daga ársins.