Stærð Leturs

Af hverju að velja símsvörunarþjónustu Ritara?

1. Sveigjanleiki:

 • Hagkvæmara er að kaupa símsvörunarþjónustu en að ráða nýjan starfsmann t.d. á álagstímum.
 • Ritari býr yfir mikilli tækniþekkingu og getum við auðveldlega sett upp ólíkar forsendur í símsvöruninni svo aukin skilvirkni náist. Allt sérsniðið að ykkar þörfum.
 • Við hjálpum til ef það er mikið álag.
 • Við getum svarað í GSM símann þinn þegar þú ert á fundi eða vant við látinn, hvort sem um er að ræða viðskiptasímtöl eða persónuleg símtöl.
 • Við getum mögulega boðið upp á símsvörun utan hefðbundins opnunartíma, t.d. þegar um alþjóðlegt fyrirtæki er að ræða með starfsstöðvar víða um heim.
 • Hægt er að kaupa símsvörun eftir þörfum, þ.e. þegar um er að ræða afleysingu vegna veikinda eða starfsfólk fer í frí.
 • Við auðveldum fyrirtæki þínu að sýna sveigjanleika og aðlagast betur breyttum aðstæðum í ytra umhverfi fyrirtækisins.

2. Hagkvæmni:

 • Þú missir aldrei af símtölum og misst símtöl geta þýtt tekjutap.
 • Þjónustan er á hagstæðu verði.
 • Þú lækkar kostnað vegna símkerfalausna fyrir fyrirtækið þitt.

3. Skilvirkni:

 • Starfsfólk þitt hefur tíma til að einbeita sér að kjarnastarfseminni án þess að verða fyrir áreiti af símanum.
 • Við hjálpum til við að svara öllum símtölum og léttum þannig álagi af starfsfólki þínu.
 • Við getum stytt svartímann í þínu fyrirtæki til muna.
 • Við hjálpum starfsfólki við að forgangsraða málum þar sem símtöl geta oft truflað einbeitingu og raskað vinnu fólks. Því sendið þið símann til okkar, við svörum og sendum tölvupóst eða sms um hæl. Þannig nær starfsfólk þitt að forgangsraða málunum betur.
 • Við aðstoðum þig við að greina símtölin sem berast.

4. Þinn hagur:

 • Allir sem hafa prófað þjónustuna okkar hafa haldið áfram, þegar þú hefur prófað þessa þjónustu einu sinni skilur þú ekki hvernig þú fórst að áður.
 • Fyrirtækið þitt virkar stærra.
 • Þú getur skráð ritara okkar sem starfsmann í símsvörun og ritaraþjónustu hjá þínu fyrirtæki.
 • Þú getur verið þess fullviss að starfsemin þín er í góðum höndum hjá okkur.