Stærð Leturs

Skiptiborðaþjónusta

Skiptiborðaþjónustan getur verið aðalsvörun eða svörun á álagstímum. Hér svörum við öllum símtölum sem berast og komum í réttan farveg.  Við svörum algengustu fyrirspurnum, sendum símann áfram á starfsfólk eða tökum niður skilaboð og sendum í tölvupósti eða sms.
Stjórnendur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af mönnun skiptiborðsins vegna veikinda, sumarleyfa eða annarra fjarveru.
 

Yfirfallssvörun:
Á álagstímum eða við forföll starfsfólks aðstoðum við viðskiptavini að svara símtölum sem annars næst ekki að svara og komum fyrirspurnum í farveg.
 

Símsvörun ef það er á tali:
Í stað þess að missa af mikilvægum símtölum því það er á tali þá getum við svarað símanum fyrir þig, hvort sem er borðsíma eða gsm, tekið skilaboð og komið fyrirspurninni í farveg.
 

GSM símsvörun:
Oft þegar þú ert á ferðinni hringir GSM síminn á þeim tíma sem þú getur ekki svarað.  Fæstir leggja inn skilaboð í talhólf en með því að beina símanum í símsvörunina gengur þú úr skugga um að öllum símtölum sé svarað þegar þú hefur ekki tök á því. Við sendum þér svo skilaboðin í tölvupósti eða á sms skilaboðum.