Stærð Leturs

Þjónustuborð

"Möguleikarnir eru endalausir og við getum sérhæft okkur á þínu sviði, allt eftir þínum þörfum."
 

Hér sérhæfir starfsfólk okkar sig á því sviði sem fyrirtæki þitt starfar á og getum við séð um fyrsta stigs þjónustu við viðskiptavini samkvæmt þínum kröfum.

  • Við tökum niður þjónustupantanir og komum þeim í ferli til þeirra aðila sem eiga að sinna því eða skráum í viðeigandi verkbókhaldskerfi.
  • Við sjáum um upplýsingagjöf fyrir þitt fyrirtæki, tökum við fyrirspurnum, svörum þeim, komum í ferli eða bendum á viðeigandi aðila eða lausnir.
  • Við sjáum um skráningu í tölvukerfi ykkar, hvort sem um er að ræða sölupantanir, tímapantanir eða bókanir.
  • Við sjáum um utanumhald um dagskrá og dagatal starfsmanna, bókum fundi eða tíma, látum vita ef þarf að hliðra til eða breyta og minnum alla hluteigandi á fundi og tíma.
  • Við getum sett upp netdagatal fyrir þitt fyrirtæki eða starfsmenn þar sem ritarar okkar geta skráð sem og stjórnandi dagatalsins.

Dæmi um hvernig þjónustuborð okkar virkar:

  1. Tæknimenn hringja inn og láta bóka tímana sína um leið og þeir eru búnir í verki og ritarar okkar gera verkbeiðnir. Þannig skapast meiri tími fyrir tæknimenn til að sinna verkum í stað þess að halda utan út tímaskráningu. Engir tímar ættu heldur að gleymast í skráningu.
  2. Allir tímar eru skráðir eigi síðar en að morgni daginn eftir í verkbókhald.
  3. Ferlið er styttra frá því að verk er unnið þangað til búið er að senda reikning og þar með eru kröfur greiddar fyrr.
  4. Yfirsýn yfir stöðu verkefna er mun betri og upplýsingar ávallt nýjar. Þar með er auðveldara að áætla útkomu mánaðarins og gera ráðstafanir. Þjónustuborð skrái niður öll verkefni sem koma inn í gegnum síma, tölvupóst osfrv.
  5. Tæknimenn geta flutt GSM símann sinn í þjónustuborðið ef þeir geta ekki tekið símann í miðju verkefni, þjónustuborð tekur niður beiðni og tæknimaður hringir til baka. Öll verk ættu því að fara í gegnum skráningu og þar með til reikningagerðar.