Stærð Leturs

Úthringiþjónusta

Úthringiver

Í úthringiveri okkar getum við aðstoðað þig við hvers kyns úthringiverkefni. Við getum t.a.m. aðstoðað við að hringja út símakannanir. Starfsfólk okkar er þjálfað til þess að sinna ýmsum gerðum úthringiverkefna og leggjum við áherslu á gott samstarf, góð samskipti og gagnkvæma virðingu í samskiptum okkar við viðmælendur okkar.

Sem dæmi um verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur eru:

  • Markaðsrannsóknir
  • Viðhorfs-og skoðanakannanir
  • Þjónustukannanir
  • Eftirfylgni með ýmsum verkefnum
     

Söluver

Söluver Ritari sér um hvers kyns samskipti sem snúa að því að selja vörur og þjónustu, afla nýrra kúnna eða styrkja sambandið við þá sem fyrir eru. Við getum jafnframt séð um að bóka sölumenn á fundi, fylgt eftir markpósti, aflað upplýsinga m.a. til að uppfæra viðskiptavinaskrár.

Ef þitt fyrirtæki vantar markvissa leið til að selja vörur sínar eða þjónustu getum við aðstoðað þig við að ná markverðum árangri. Við höfum reynslu og þekkingu til að aðstoða ykkur við að koma vörunni og þjónustunni ykkar á framfæri.