Stærð Leturs

Veflausnir

Þegar kemur að því að ákveða hvernig heimasíðan á að vera, hver eigi að hanna hana og hversu miklir fjármunir skuli notaðir til verksins er gott að hafa eftirfarandi spurningar í huga:

Hver er tilgangur heimasíðunnar?
Hversu mikilvæg er heimasíðan fyrirtækinu?
Hversu auðvelt er að nota heimasíðuna til að nálgast viðskiptavini?
Hvernig eru heimasíður samkeppnisaðilanna?
Hvernig getur heimasíðan auðveldað reksturinn og aukið tekjur?

Internetið er mjög mikilvægur þáttur í markaðssetningu fyrirtækja. Yfir 98% Íslendinga hafa aðgang að internetinu og er sífellt að aukast hversu margir nota netið sem helsta upplýsingagjafa sinn. Því er mjög mikilvægt að fyrirtæki bjóði upp á góðar og aðgengilegar vefsíður fyrir vörur sínar og þjónustu og gefi viðskiptavinum sínum þannig tækifæri á að nálgast allar helstu upplýsingar um fyrirtækið.

Ritari býður upp á ráðgjöf við uppsetningu og viðhaldi á heimasíðum þannig að hún þjóni sínum tilgangi sem best.

Um leið og þú ert komin uppsetta heimasíðu getum við séð um að uppfæra upplýsingar þar inni og haldið henni lifandi gegn föstu mánaðargjaldi.

Við getum jafnframt aðstoða þig við að endurbæta og endurgera núverandi síður. Í samstarfi við ráðgjafa okkar á sviði markaðssetningar og þróunar aðstoðum við þitt fyrirtæki við að gera vefsíðuna að öflugu markaðstæki sem getur aðstoðað þitt fyrirtæki við að ná til viðskiptavina á markvissan og einfaldan hátt