Stærð Leturs

Þarfagreining

Hvað er þarfagreining?

Þarfgreining er fyrst og fremst gerð til þess að fyrirtæk nái sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði.

Með þarfagreiningu skilgreinum við hver markmiðin eru með gerð vefsíðunnar, hvaða tilgangi hún þjóni og hvaða verkefnum hún þarf að geta sinnt. Við greinum hverjir notendurnir hennar eru, bæði starfsmenn fyrirtækisins og viðskiptavinir, hvaða möguleika hún þarf að bjóða upp á og hvaða upplýsingar þurfi að vera til staðar svo notendur geti nýtt hana sem best.

Þarfagreining er nauðsynlegt tæki þegar búa á til nýja vefsíðu eða bæta á þá sem fyrir er. Með henni er hægt að skapa grunn sem nýtist þegar hún er gerð og með góðri þarfagreiningu er horft til framtíðar og greint hvernig auðvelt verði að halda vefsíðunni við í breyttu umhverfi.