Er flókið að koma í símsvörunarþjónustu?

Nei, alls ekki. Það eina sem þú þarft að gera er að gefa okkur upplýsingar um fyrirtækið þitt og við látum þig hafa símanúmer sem þú áframsendir í.

Er hægt að koma tímabundið í símsvörunarþjónustu?

Já, það er ekkert mál. Ef þú þarft afleysingu í stuttan tíma eða vilt bara að við svörum þeim símtölum sem þú nærð ekki að svara, þá er það ekkert mál. Þú getur valið hvenær þú vilt nýta þér þjónustuna.

Get ég valið hvenær þið svarið símanum fyrir mig? 

Já. Við bjóðum upp á almenna símsvörun alla daga ársins og þú getur valið þér hvaða tíma dags þú vilt að við svörum fyrir þig.

Getið þið vaktað netspjallið okkar og svarað því sem kemur þar inn?

Já, við getum séð um að vakta netspjallið fyrir þig. Einnig getum við séð um að setja upp netspjall á síðuna þína ef þú ert ekki með slíkt.

Finnur viðskiptavinurinn minn fyrir því að þið eruð ekki á staðnum?

Við lítum á okkur sem þinn starfsmann um leið og við svörum fyrir þitt fyrirtæki. Því á viðskiptavinur þinn ekki að finna fyrir því að við séum staðsett annarsstaðar en í fyrirtækinu þínu. Við höfum einnig sérsmíðað hugbúnað sem heldur utan um allar helstu upplýsingar um fyrirtækið þitt þannig að við getum svarað öllu því sem þú vilt að við svörum fyrir.

Hvernig er verðlagningin á þjónustunni?

Verðlagningin er þannig byggð upp að þú greiðir aðeins fyrir þá þjónustu sem þú nýtir. Við metum umfangið í upphafi og gefum þér tilboð miðað við þá þjónustu sem þú þarft.