Ágústa Árnadóttir

Þjónustufulltrúi
Netfang: agusta@ritari.is

Ágústa hefur mikla reynslu af þjónustustörfum og almennum rekstri.  Hún átti og rak Dekur snyrtistofu í 7 ár og starfaði þar áður sem snyrtifræðingur hjá Nordica Spa Hilton.  Eins hefur hún starfað í mörg ár við afgreiðslustörf bæði hjá Sjónglerinu á Akranesi og núna síðast hjá Auganu gleraugnaverslun.

Hún er snyrtifræðingur að mennt og hefur einnig lokið grunnnámi í bókhaldi og reikningshaldi Endurmenntun HÍ ásamt því að klára undirbúningsnám til viðurkenningar bókara.

Ágústa býr á Skaganum ásamt manni sínum og eiga þau 6 uppkomin börn.  Það skemmtilegasta sem hún gerir er að njóta tímans með fjölskyldunni og barnabörnunum.