
Eygló Tómasdóttir
Þjónustufulltrúi
Netfang: eyglo@ritari.is
Eygló hefur starfað sem ritari í fjölda ára hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands og öðlast þar viðamikla reynslu í móttöku, símsvörun og öðrum fjölbreyttum ritarastörfum.
Hún útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands með verslunarpróf af Viðskiptabraut. Síðan þá hefur hún tekið ýmis námskeið hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands til að efla sig í starfi sínu sem ritari.
Eygló er virk í félagsstarfi og nýtur þess að starfa með fólki. Hún situr m.a. í kirkjunefnd Akraneskirkju og kennir eldri borgurum línudans.
Hún býr á Skaganum með manni sínum, á 3 uppkomin börn og á 9 barnabörn.