Gunnur Jóhannsdóttir

//Gunnur Jóhannsdóttir
Gunnur Jóhannsdóttir2018-11-15T21:00:04+00:00

Gunnur Jóhannsdóttir

Þjónustufulltrúi
Netfang: gunnur@ritari.is

Gunnur hefur mikla reynslu af ritara- og þjónustustörfum enda hefur hún starfað við slík störf í mörg ár.  Nú síðast starfaði hún sem verkefnastjóri og táknmálstúlkur hjá Félagi heyrnarlausra en þar sá hún m.a. um ýmis verkefni á skrifstofu félagsins ásamt því að leysa úr málum félagsmanna.  Hún hefur einnig starfað við skjalavinnslu, sem stjórnunarritari, vaktstjóri og ýmis önnur þjónustustörf í gegnum tíðina.
 
Gunnur er með BA próf í táknmálsfræði og táknmálstúlkun frá Háskóla Íslands og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.
 
Hún hefur mikinn áhuga á ljósmyndum, börnum, dýrum og útiveru.  Gunnur býr á Skaganum ásamt dóttur sinni.