Harpa Hörpudóttir

Þjónustufulltrúi

Harpa hefur aðallega unnið við þjónustu og afgreiðslustörf í gegnum tíðina. Hún vinnur hjá Ritara meðfram því að stunda nám í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Hún hefur lokið stúdentsprófi af félagsvísinda- og lagadeild frá Keili. Einnig hefur hún klárað skrifstofunám hjá Promennt sem og bókhaldsgrunn og bókhald fyrir lengra komna.

Harpa býr á Akranesi með manni sínum og 3 dætrum. Helstu áhugamál hennar eru samvera með fjölskyldu og vinum. Matreiðsla, ferðalög og dýr en það sem hún brennur þó fyrir eru félagsleg samskipti fólks enda líður henni hvergi betur en þar sem nóg er um að vera.