Sigríður Alla Alfreðsdóttir

//Sigríður Alla Alfreðsdóttir
Sigríður Alla Alfreðsdóttir2018-09-06T15:44:22+00:00
Sigríður Alla Alfreðsdóttir

Sigríður Alla Alfreðsdóttir

Bókhald
Netfang: sigridur@ritari.is

Sigríður eða Sigga eins og hún er nú oftast kölluð, hefur starfað til fjölda ára við bókhald ásamt því að hafa unnið við almenn skrifstofustörf og sem læknaritari. Hún hefur unnið við bókhald, launavinnslur, reikningagerð, innkaup og tollskráningu hjá nokkrum fyrirtækjum ásamt því að starfa sem læknaritari hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands.

Hún lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands og tók bókaranám hjá nýja tölvu- og viðskiptaskólanum. Sigga er einnig löggildur læknaritari.

Sigga býr á Skaganum með manni sínum og á 3 uppkomin börn og 7 barnabörn. Hún er búin að kenna eldri borgurum líndans í mörg ár og er meðlimur í Lionsklúbbnum Eðnu á Akranesi. Hún hefur gaman af líkamsrækt og ýmiskonar handavinnu.