Sóley Bergmann Sóleyjardóttir

Þjónustufulltrúi
Netfang: soley@ritari.is

Sóley hefur unnið ýmis störf í gegnum tíðina. Lengst af starfaði hún sem ritari á lögræðistofu og seinna við almenn skrifstofustörf hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Hún hefur einnig unnið fjölbreytt þjónustu- og afgreiðslustörf, síðast hjá Apóteki Vesturlands.

Hún er stúdent frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og nam tölfræði við Universitetet i Linköping í Svíþjóð.  Hún er útskrifuð úr Markaðs- og sölutækni frá Viðskipta- og tölvuskólanum og Skrifstofu- og bókhaldsnámi frá Promennt.

Sóley býr ásamt eiginmanni sínum í Hvalfjarðarsveit og á þrjá uppkomna syni og tvö stjúpbörn.  Hún á fjölbreytt áhugamál eins og útivist og hreyfingu, kórsöng, handavinnu ásamt því að hafa gaman af lestri góðra bóka.