Sturlaugur Sturlaugsson

Sturlaugur Sturlaugsson

Ráðgjafi
Netfang: sturlaugur@ritari.is

Starfsreynsla:
Sturlaugur hefur mikla og víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem nýtist honum vel í ráðgjafa hlutverki sínu. Hann starfaði sem útibústjóri Landsabankans á Akranesi á árunum 2005-2009. Sem forstjóri HB Granda frá 2004-2005 og sem aðstoðarforstjóri Brims 2003-2004. Hann starfaði jafnframt í 20 ár fyrir HB og Co á Akranesi, fyrst sem framleiðslustjóri og síðar sem aðstoðarframkvæmdastjóri.
Sturlaugur hefur mikla reynslu af vinnu við nýsköpunar-og þróunarverkefni þá sérstaklega í sjávarútvegi. Seinustu ár hefur hann jafnframt unnið með ungum sprotafyrirtækjum að því að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.  Nú síðast hefur hann verið að vinna á sölu og markaðsmálum og að öðrum verkefnum fyrir tæknifyrirtækið Skaginn 3x.

Hann hefur starfað lengi innan íþróttahreyfingarinnar og hefur verið formaður Íþróttabandalags Akraness síðastliðin 10 ár.
Sturlaugur hefur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða fyrir íþróttahreyfinguna, Akraneskaupstað, í sjávarútvegnum og öðrum greinum atvinnulífsins.

Menntun:
Sturlaugur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur jafnframt setið fjölda námskeiða er tengjast rekstri, gæðastjórnun, mannauðsstjórnun, framlegð, mannlegum samskiptum, þjónustu-, sölu- og hugbúnaðarnámskeið tengd sjávarútvegi og bankastarfsemi. Haustið 2009 tók hann námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands þar sem áhersla var lögð á mismunandi leiðir að lausnum verkefna.

Sturlaugur er fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann starfar sem ráðgjafi í stórum og smáum verkefnum. Hann býr með konu sinni Jóhönnu Hallsdóttur og eiga þau 5 börn.