Hlutverk Ritara er að bjóða upp á heildarlausnir í viðskiptaþjónustu og skrifstofulausnum með afburðarþjónustu og faglegum vinnubrögðum.

Við hjá Ritara vitum að velgengni okkar er hagur viðskiptavina okkar og að velgengni viðskiptavina okkar er okkar hagur. Því leggjum við áherslu á að búa til lausnir og bjóða upp á þjónustu sem gerir það að verkum að allir vinni.

Markmið Ritara er að vera leiðandi á sviði viðskiptaþjónustu og skrifstofulausna. Við leggjum metnað okkar í að bjóða viðskiptavinum okkar upp á lausnir sem geta leitt til aukinnar framlegðar og hagræðingar í rekstri. Við leitumst eftir að starfa með fyrirtækjum og rekstraraðilum sem leita leiða til að ná fram hagræðingu og hagkvæmni í rekstri. Þannig vinnum við stöðugt að því að finna leiðir til að fyrirtæki geti aukið þjónustu sína við viðskiptavini.

Framtíðarsýn Ritara er að vera leiðandi í lausnum í rekstri fyrirtækja og bjóða viðskiptavinum sínum upp á afburðarþjónustu sem fer fram í sýndarumhverfi. Þar er átt við að rekstur fyrirtækisins sem kaupir af okkur þjónustuna fer fram óháð stað og tíma starfseminnar. Við getum leyst öll rekstrartengd verkefni viðskiptavina okkar beint frá skrifstofu okkar og þurfum ekki endilega að vera á staðnum til að geta leyst störfin á faglegan og framúrskarandi hátt.

Ritari býður fyrirtækjum upp á heildarlausnir í skrifstofumálum. Við kappkostum að veita alla þá þjónustu sem þarf til að sjá um daglegan rekstur á skrifstofunni. Hvort sem um er að ræða ritarastörf, símsvörun, úthringingar, tímabókanir, bókhaldsþjónustu, markaðs- og söluráðgjöf, rekstrarráðgjöf eða uppsetningu á nýju fyrirtæki þá höfum við þá reynslu og þekkingu sem þarf til að vinna þau verk faglega og á hagkvæman hátt.

Við veitum viðskiptavinum okkar ávinning með því að gera þeim kleift að vinna öllum stundum við þau störf sem tilheyra kjarnastarfseminni og auka með því framleiðni. Við spörum viðskiptavinum okkar kostnað með því að gera þeim kleift að sníða sér stakk eftir vexti og kaupa sérfræðiþjónustu í skrifstofurekstri eftir þörfum.

Þau megingildi sem starfsmenn Ritara vinna eftir eru:

  • Traust – við byggjum á persónulegu samstarfi og faglegum vinnubrögðum.
  • Þekking – við búum að áralangri reynslu af þörfum og væntingum fyrirtækja og viðskiptavina þeirra þegar kemur að skrifstofurekstri og þjónustutengdum málum.
  • Þjónusta – við erum mjög þjónustulunduð og lausnamiðuð og aðstoðum fólk með bros á vör.