Símsvörun er þjónusta þar sem við svörum símanum fyrir fyrirtæki. Við leggjum okkur fram við að kynnast viðskiptavinum okkar og starfsemi þeirra til þess að geta svarað öllum símtölum sem til okkar berast með sóma.

Ritari leggur áherslu á sveigjanleika. Við getum sérsniðið símsvörun að þörfum þíns fyrirtækis og bjóðum við upp á allar tegundir símsvörunarþjónustu.

Gagnvart viðskiptavinum fyrirtækja sem við þjónustum svörum við eins og við séum stödd í fyrirtækinu og gefum símann áfram eða tökum skilaboð, allt eftir þínum þörfum og óskum.

Ritari vinnur markvisst að því að símsvörun sé fyrsta flokks og að allir sem hringja fái úrlausn á sínum málum, hvort sem um er að ræða einfalda eða flókna þjónustu. Starfsfólk fyrirtækisins leggur sig fram við að leysa öll þau mál sem inn á borð okkar berast á faglegan og farsælan hátt.

Símsvörunarþjónusta eykur framleiðni annarra starfsmanna þíns fyrirtækis með því að minnka áreitið sem fylgir því að svara símtölum. Slíkt áreiti getur truflað einbeitningu og tíminn sem fer í símsvörunina yfir mánuðinn er fljótur að safnast upp. Um leið mikilvægt að svara öllum símtölum þar sem ávallt er hætta á að viðskiptavinur gefist upp eða hringi í samkeppnisaðilann þegar símanum er ekki svarað.

Við svörum símanum jafn virka daga sem og um helgar.

Smelltu hér hvernig þessi þjónusta hefur verið að nýtast einum af okkar mörgum viðskiptavinum.

Persónuleg þjónusta

Við leggjum áherslu á sveigjanlega og persónulega þjónustu. Símsvörunin er sniðin að þörfum viðskiptavina og sinnt af starfsfólki sem hefur þjálfun og reynslu í símsvörun. Við kynnum okkur starfsemi viðskiptavina vel og höfum útbúið sérstakt upplýsingakerfi til að halda utan um þau fyrirtæki sem eru í þjónustu hjá okkur, enda er mikil áhersla lögð á að upplýsingarnar séu ávallt réttar. Þannig tryggjum við gagnsæja þjónustu þannig að upplifun þess sem hringir er að hann sé að tala við starfsmann sem er staddur innan veggja fyrirtækisins sem hann hringir í.

Áreiðanleg þjónusta

Starfsfólk okkar er sérþjálfað til að svara símtölum á skilvirkan og árangursríkan hátt. Ritari getur ábyrgst yfir 90% svörun þeirra símtala sem berast og svartími okkar er mun hraðari en gengur og gerist. Við getum ábyrgst að símsvörun þíns fyrirtækis er í góðum höndum hjá okkur.

Starfsfólk okkar er einstaklega þjónustulundað, sinnir sínu starfi vel og fær mikið hrós fyrir þá þjónustu sem það veitir.

Fyrirtæki geta nýtt sér símsvörunarþjónustu eins og þeim hentar hverju sinni. Þær leiðir sem eru í boði eru:

 • Skiptiborðaþjónusta
 • Yfirfallssvörun
 • Þjónustuborð

Af hverju að velja símsvörunarþjónustu Ritara?

Sveigjanleiki:

 • Hagkvæmara er að kaupa símsvörunarþjónustu en að ráða nýjan starfsmann, t.d. á álagstímum.
 • Ritari býr yfir mikilli tækniþekkingu og getum við auðveldlega sett upp ólíkar forsendur í símsvöruninni svo aukin skilvirkni náist. Allt sérsniðið að þörfum þíns fyrirtækis.
 • Við hjálpum til ef það er mikið álag.
 • Við getum svarað í GSM símann þinn þegar þú ert á fundi eða vant við látinn, hvort sem um er að ræða viðskiptasímtöl eða persónuleg símtöl.
 • Við bjóðum upp á símsvörun allan sólarhringinn, allt árið.
 • Hægt er að kaupa símsvörun eftir þörfum, þ.e. þegar um er að ræða afleysingu vegna veikinda eða ef starfsfólk fer í frí.

Hagkvæmni:

 • Þú missir aldrei af símtölum – tapað símtal getur þýtt tapaðar tekjur.
 • Þjónustan er á hagstæðu verði.
 • Þú greiðir aðeins fyrir þá þjónustu sem þú nýtir.
 • Þú lækkar kostnað vegna símkerfalausna fyrir fyrirtækið þitt.

Skilvirkni:

 • Starfsfólk þitt hefur tíma til að einbeita sér að kjarnastarfseminni og sleppur við áreiti af símanum.
 • Við hjálpum til við að svara öllum símtölum og léttum þannig álagi af starfsfólki þínu.
 • Við getum stytt svartímann í þínu fyrirtæki til muna.
 • Við hjálpum starfsfólki við að forgangsraða verkefnum þar sem símtöl geta oft truflað einbeitingu og raskað vinnu fólks.
 • Við aðstoðum þig við að greina símtölin sem berast.

Þinn hagur:

 • Flestir sem hafa prófað þjónustuna okkar einu sinni halda áfram að nýta sér hana.
 • Þegar þú hefur prófað þessa þjónustu einu sinni skilur þú ekki hvernig þú fórst að áður.
 • Fyrirtækið þitt virkar stærra og faglegra með því að nýta símsvörunarþjónustu.
 • Þú getur verið þess fullviss að símsvörun hjá fyrirtækinu þínu er í góðum höndum hjá okkur.

Skiptiborðaþjónusta

Skiptiborðaþjónustan felur í sér að svara öllum símtölum sem koma í aðalnúmer fyrirtækisins og koma þeim í réttan farveg. Það getur falið í sér að svara algengustu fyrirspurnum, senda símann áfram á starfsfólk eða taka niður skilaboð og senda í tölvupósti.

Stjórnendur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af mönnun skiptiborðsins vegna veikinda, sumarleyfa eða annarrar fjarveru. Við getum séð um skiptiborðið alfarið eða þegar á þarf að halda, t.d. við forföll eða á álagstímum.

Yfirfallssvörun

Á álagstímum eða við forföll starfsfólks aðstoðum við viðskiptavini við að svara símtölum sem annars næst ekki að svara og komum fyrirspurnum í réttan farveg. Það getur átt við t.d. ef starfsfólk fyrirtækisins er upptekið við afgreiðslu eða í öðru símtali. Þá er hægt að flytja símtalið yfir til Ritara sem sér um að svara og koma símtölum í réttan farveg.

Oft er starfsfólk á ferðinni og nær ekki að svara farsímanum sínum. Þá er hægt að nýta yfirfallssvörunina og láta Ritara sjá um að svara símtalinu og taka skilaboð eða veita upplýsingar.

Þjónustuborð

Möguleikarnir eru endalausir. Starfsfólk okkar getur sérhæft sig á því sviði sem fyrirtæki þitt starfar á og við getum séð um fyrsta stigs þjónustu við viðskiptavini samkvæmt þínum kröfum.

 • Við getum sett upp netdagatal fyrir þína starfsmenn þar sem ritarar okkar geta bókað á sama tíma og starfsmenn þínir geta bókað tíma.
 • Við getum séð um skráningu í tölvukerfið þitt, hvort sem um er að ræða sölupantanir, tímapantanir eða bókanir. Eins minnum við á bókaða tíma eða fundi.
 • Við tökum niður þjónustupantanir og komum þeim í ferli til þeirra aðila sem eiga að sinna því eða skráum í viðeigandi verkbókhaldskerfi.

Dæmi um hvernig þjónustuborð okkar virkar:

 • Viðskiptavinur hringir inn og vill bóka tíma hjá starfsmanni. Ritari sér um að bóka tíma, taka niður allar nauðsynlegar upplýsingar og halda utan um breytingar á tímum. Þannig getur starfsmaður, hvort sem hann er snyrtifræðingur, sálfræðingur, sjúkraþjálfari eða annað, sinnt sínum viðskiptavinum óáreittur á meðan ritari sér um að bóka á hann tíma og halda utan um dagbókina.
 • Tæknimenn hringja inn og láta bóka tímana sína um leið og þeir eru búnir í verki og ritarar okkar gera verkbeiðnir. Þannig skapast meiri tími fyrir tæknimenn til að sinna verkum í stað þess að halda utan um tímaskráningu. Engir tímar ættu heldur að gleymast í skráningu.