Bókhaldsþjónusta Ritara

Bókhaldsþjónusta Ritara er tilvalin fyrir allar gerðir af fyrirtækjum. Við tökum að okkur almenn bókhaldsstörf fyrir rekstraraðila og erum í samstarfi við ýmsa fagaðila m.a. í tengslum við bókhalds- og skattaráðgjöf, endurskoðun og ársuppgjör.

Ritari getur aðstoðað fyrirtæki þitt við þessi störf eða séð alfarið um þau fyrir þig og þitt fyrirtæki. Starfsfólk okkar og samstarfsaðilar hafa bæði reynslu og þekkingu til að sjá um alla hluta bókhaldsins, allt frá launaútreikningum til uppgjörs. Við sækjum og sendum gögnin til þín eftir samkomulagi og færum bókhaldið jafnt og þétt. Við höfum reynslu í vinnu við öll helstu bókhaldskerfi á markaðinum, s.s. Stólpa, DK, Reglu o.fl.

Smelltu hér til að sjá hvernig þjónustan hefur nýst einum af okkar mörgum viðskiptavinum.

Bókhaldsþjónusta

Við sjáum um:

  • Færslu bókhalds
  • Skráningu reikninga til samþykktar
  • Greiðslu reikninga
  • Afstemmingar banka
  • Afstemmingar lánardrottna og skuldunauta
  • Útgáfu reikninga og greiðsluseðla
  • Eftirfylgni með reikningum
  • Launaútreikninga, launauppgjör og greiðslur
  • Virðisaukaskattsuppgjör
  • Uppgjör og ársreikninga
  • Skattauppgjör og framtöl fyrir fyrirtæki og einstaklinga
  • Að gera bókhaldið klárt til endurskoðunar
  • Frágang opinberra gjalda
  • Samskipti við opinbera aðila
  • Önnur bókhaldsþjónusta

Við færum bókhaldið strax og gögnin berast til okkar sem gefur þannig gleggri mynd af rekstrinum. Við stemmum bókhaldið jafnframt af reglulega og gefur það stjórnendum tækifæri til að fylgjast betur með raunverulegri stöðu mála.

Greiðslur og kostnaðarbókhald/lánadrottnabókhald

Við getum séð um að sinna aðeins hluta bókhaldsins. T.d. getum við aðstoðað þitt fyrirtæki með því að sjá um kostnaðarbókhaldið. Þá sjáum við um að taka á móti reikningum, koma þeim í samþykktarferli, hvort sem er með því að skanna inn reikninga eða senda þá til viðeigandi aðila, bókum reikningana og sjáum um að greiða greiðsluseðla, reikninga og skilagreinar. Við stemmum af bókhald við banka og sjáum til þess að allar reikningar séu greiddir og bókaðir.

Skuldunautabókhald og innheimta

Við sjáum jafnframt um allt innheimtuferlið frá upphafi til enda. Göngum frá og höldum utan um sölureikninga og samninga. Útbúum reikninga og greiðsluseðla og skráum kröfuna í þínum viðskiptabanka. Bókum og afstemmum við banka. Hringjum í viðskiptavini og minnum á ógreidda reikninga.

Launavinnsla

Mörg fyrirtæki velja að úthýsa launabókhaldi sínu til sérfræðinga. Bæði vegna þess að launaútreikningar geta verið snúnir og jafnframt eru launamál mikið trúnaðarmál og því oft þægilegra að aðrir sjái um launaútreikningana og frágang.

Við getum séð alfarið um utanumhald vegna taxta, tímafjölda o.þ.h. Þú getur líka sent okkur þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til útreiknings launa þinna starfsmanna. Við getum haldið utan um orlofstöku starfsmanna, veikindadaga og önnur mál tengd starfsmannahaldi.

Þú sendir okkur upplýsingar í lok hvers mánaðar um vinnu starfsmanna, orlofstöku, fyrirframgreiðslur o.þ.h. Við reiknum út launin, sendum þér launalista til yfirferðar og samþykkis. Sendum svo launaseðla til starfsmanna í pósti eða rafrænt. Skilagreinum staðgreiðslu og tryggingagjalds er skilað rafrænt til skattstofu og birtist krafan í netbankanum. Skilagreinum lífeyrissjóða og félagsgjalda er jafnframt hjá sumum sjóðum hægt að skila rafrænt beint úr bókhaldskerfinu og birtist krafan þá í netbanka. Annars sjáum við um að skila þeim á þann hátt sem sjóðirnir bjóða upp á.

Við sjáum um launaútreikninga, sendum launaseðla, sjáum um greiðslu launa og orlofs og sendum inn skilagreinar vegna staðgreiðslu, tryggingagjalds, lífeyrissjóða og stéttarfélaga.  Sjáum einnig um gerð launaframtala árlega og sendum út launa-og verktakamiða.

Skattframtöl

Ritari sér um gerð skattframtala fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Við getum séð um skattframtalið fyrir þig eða aðstoðað við gerð þess. Við getum verið til ráðgjafar, bæði við útfyllingu skattframtalsins og við samskipti við skattayfirvöld.

Framtöl sendum við rafrænt til skattstofu.

VSK uppgjör

Við sjáum um virðisaukaskattskil fyrir fjölmörg fyrirtæki. Við sjáum til þess að þú hafir skilað inn öllum gögnum á tilteknum tíma og að VSK uppgjörið sé tilbúið fyrir þig þegar kemur að eindaga. Engin skuld með vöxtum og vanskilakostnaði safnast því saman. Við getum skilað skilagreinum virðisaukaskatts rafrænt úr bókhaldskerfinu sem kemur í veg fyrir villur og minnkar vinnu. Þá stofnast krafan beint í netbanka þegar skil eiga sér stað.