um ritara
Ritari býður upp á heildarlausnir í skrifstofurekstri fyrir fyrirtæki og rekstraraðila, með það að markmiði að stuðla að hagræðingu og hagkvæmni í rekstri.
Við leggjum megin áherslu á persónulega þjónustu, gagnkvæmt traust og góð samskipti enda eru gildin okkar: Traust – Þekking – Þjónusta.
Við sérhæfum okkur á sviði ritaraþjónustu, símsvörunar, úthringiþjónustu, bókhaldsþjónustu, auk stofnunar og reksturs fyrirtækja.
Ritari kappkostar að veita alla þá þjónustu sem þarf til að sjá um daglegan rekstur á skrifstofunni. Hvort sem um er að ræða ritaraþjónustu, símsvörun, úthringingar, tímabókanir, bókhaldsþjónustu, rekstrarráðgjöf eða stofnun nýrra fyrirtækja, þá höfum við reynslu og þekkingu til að vinna þessi verkefni fagmannlega og á hagkvæman hátt.
Við gerum viðskiptavinum okkar kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og auka framleiðni. Með því að nýta þjónustu okkar geta fyrirtæki sniðið sér stakk eftir vexti þegar kemur að sérfræðiaðstoð í skrifstofurekstri. Það leiðir til lækkunnar á kostnaði og betri nýtingu á tíma og fjármagni.