Úthringiver okkar getur aðstoðað þig við hvers kyns úthringiverkefni. Við getum t.d. hringt út símakannanir, safnað upplýsingum, bókað fundi og annast sölusímtöl.

Starfsfólk Ritara geta séð um hvers kyns samskipti sem snúa að því að selja vörur og þjónustu, afla nýrra viðskiptavina eða styrkja sambandið við þá sem fyrir eru. Við getum jafnframt séð um að bóka sölumenn á fundi, fylgt eftir markpóstum og aflað upplýsinga m.a. til að uppfæra viðskiptavinaskrár.

Starfsfólk okkar eru þjálfaðir til þess að sinna ýmsum gerðum úthringiverkefna. Við leggjum áherslu á gott samstarf, góð samskipti og gagnkvæma virðingu í samskiptum við viðmælendur okkar.