Sparaðu tíma og peninga með 
Þjónustu Ritara

Úthýsing á
Ritaraþjónustu

Ritari býður fyrirtækjum upp á þjónustu þar sem ritarinn situr ekki innan veggja fyrirtækisins og losar þar með fyrirtæki undan þeirri yfirbyggingu sem því fylgir.  Fyrirtæki geta því sparað sér umtalsvert fé og fyrirhöfn með því að nýta sér þessa þjónustu þar sem eingöngu er greitt fyrir þá vinnu sem þörf er á hverju sinni.  Ritaraþjónustan er klæðskerasaumuð utan um rekstur fyrirtækisins og er hægt að auka eða minnka þjónustuna í takt við reksturinn.

Skoða nánar

Láttu okkur sjá um
Samfélagsmiðlana

Mikilvægt er að halda samfélagsmiðlum lifandi þegar þeir eru notaðir sem markaðstæki og viðhalda góðum tengslum við viðskiptavini. Við tökum að okkur að vakta þessa miðla, aðstoða við að setja inn efni og gefa góð ráð til að koma fyrirtækinu á framfæri og að efla og bæta tengsl við viðskiptavini þess.

Við getum sniðið pakkann að þínum þörfum.

Skoða nánar

Öflugt
Símaver

Ritari rekur öflugt símaver sem sér bæði um símsvörun og úthringingar. Við sjáum um símsvörun fyrir fjölda fyrirtækja í öllum stærðum og gerðum. Meðal úthringiverkefna sem við tökum að okkur er ýmis sala og fjáröflun fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Við notumst við hágæða símkerfi og vinnum eftir ströngum verkferlum sem tryggir viðskiptavinum bestu þjónustuna.

Úthringiþjónusta
Símsvörunarþjónusta

Söluhvetjandi
Netspjall

Við höfum mikla reynslu af samskiptum við viðskiptavini okkar viðskiptavina. Margir vilja frekar eiga samskipti í gegnum netspjall heldur en í gegnum síma og því er nauðsynlegt að geta boðið upp á þá samskiptaleið. Við setjum upp spjallbox á vef fyrirtækis þíns, sjáum um að svara þeim fyrirspurnum sem berast og hefjum jafnvel samtal við aðra af fyrra bragði. Við lærum á þinn rekstur til að svara einföldustu fyrirspurnum og komum þeim flóknari á rétta tengiliði innan fyrirtækisins.

Netspjall er mikilvægur liður í að nýta markaðssetningu fyrirtækis þíns á netinu og með öflugri svörun má snarauka sölu.

Skoða nánar