Hagkvæm þjónusta fyrir öll fyrirtæki
Við bjóðum upp á persónulega símsvörun, vöktun tölvupósts, samfélagsmiðla og netspjalls, úthringiþjónustu auk sérsniðinnar ritara- og bókhaldsþjónustu. Þjónustan okkar eykur skilvirkni og léttir álagi af þínu starfsfólki.
Símsvörun
Við bjóðum símsvörun, áframsendingu símtala, skilaboðaþjónustu, umsjón með tímabókunum og þjónustuborð fyrir fyrirtæki.
Netspjall og samfélagsmiðlar
Við setjum upp netspjall á vefnum þínum, svörum fyrirspurnum og komum sölutækifærum til réttra aðila hvort sem það er í gegnum netspjall eða samfélagsmiðla.
Úthringiþjónusta
Ritari býður upp á sérhæfða úthringiþjónustu sem hentar í fjölbreytt verkefni, allt frá símakönnunum til sölusímtala og upplýsingasöfnunar.
Ritaraþjónusta
Fjarritaraþjónustan léttir á rekstri fyrirtækja með því að minnka yfirbyggingu og spara tíma og kostnað. Þannig næst meiri sveigjanleiki í daglegum störfum og einfaldari stjórnun verkefna.
Bókhaldsþjónusta
Við sjáum um allt frá almennu bókhaldi, launavinnslu og reikningagerð til VSK- og ársuppgjöra. Að auki bjóðum við upp á sérhæfða bókhaldsráðgjöf fyrir rekstraraðila.
Afhverju að velja okkur?
Við leggjum áherslu á traust, fagmennsku og persónulega þjónustu.