þetta segja viðskiptavinir okkar
Við spörum tíma og vinnu með aðstoð Ritara
Árekstur.is hefur nýtt sér þjónustu Ritara um árabil með frábærum árangri. Þjónusta Ritara hefur sparað bæði tíma og vinnu og samstarfið afar gott.
Ég get mælt með þjónustu Ritara með góðri samvisku.
Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Arekstur.is
Það sem stendur uppúr eftir rúmlega 10 ára samstarf við Ritara er bætt þjónusta okkar viðskiptavina!
Við getum alltaf treyst því að starfsmenn Ritara séu til taks fyrir okkar viðskiptavini. Þau sjá um að svara öllum símtölum sem berast í aðalnúmerið okkar, taka niður nafn og erindi og koma upplýsingunum á framfæri við okkur.
Þessi þjónusta gerir okkur kleift að halda utan um erindi og fyrirspurnir viðskiptavina án þess að þurfa að vera stöðugt bundin við símtöl. Við getum því ráðstafað tíma okkar betur eftir verkefnastöðu hverju sinni, sem hefur aukið skilvirkni og gert okkur betur undirbúin til að svara málum viðskiptavina.
Einnig höfum við nýtt okkur þetta fyrirkomulag með farsíma. Ef við náum ekki að svara símtölum í farsímana okkar, þá áframsendast þau til Ritara, sem senda okkur upplýsingar um hæl í tölvupósti.
Við erum mjög sátt með þjónustu Ritara og mælum heilshugar með henni. Starfsfólkið er jákvætt og áreiðanlegt, og við vitum að þau umvefja okkar viðskiptavini á sama hátt og við myndum sjálf gera.
Harpa og Björgvin eigendur Bótaréttar lögmannsstofu
Við mælum eindregið með þjónustu Ritara!
Þau hafa gjörbreytt samskiptum okkar við viðskiptavini með faglegri og áreiðanlegri símsvörun. Þjónustan er fagleg og áreiðanleg hjálpar okkur að veita að veita þá framúrskarandi þjónustu sem við viljum veita, á meðan við léttum álagi á okkar starfsfólki. Frábær lausn fyrir fyrirtæki sem vilja bæta þjónustustig sitt og spara tíma.
Auk símsvörunarþjónustunnar sinnir Ritari einnig bókhaldinu fyrir okkur og gerir það á faglegan og öruggan máta. Bókhaldið er fært jafnóðum þannig að við sjáum rétta stöðu rekstrarins hverju sinni.
Eggert Herbertsson, Framkvæmdastjóri Tölvuþjónustunnar
Ein besta ákvörðun fyrir okkar fyrirtæki
Verkjalausnir Sjúkraþjálfun hafa verið í viðskiptum við Ritara síðan mitt ár 2016.
Þetta var ein besta ákvörðun fyrir okkar fyrirtæki, þar sem að sú þjónusta sem Ritari bíður upp á, hefur sparað fyrirtækinu bæði tíma, kostnað og einfaldað þjónustuviðmótið fyrir okkar kúnna.
Við mælum með Ritara fyrir þá sem vilja bjóða upp á topp þjónustu fyrir kúnnanna, á sama tíma nýtt betur tíma starfsmanna til annarra verkefna.
Eiríkur Árnason, Verkjalausnir Sjúkraþjálfun