SÍMSVÖRUN

Við svörum símtölum fyrir fyrirtæki með því að kynna okkur starfsemina vel.  Þannig tryggjum við faglega og persónulega þjónustu.

Við svörum eins og við séum hluti af því fyrirtæki sem við svörum fyrir og sjáum um áframsenda símtöl eða taka skilaboð eftir því sem við á hverju sinni.

Þessi þjónusta eykur framleiðni og minnkar truflun hjá starfsfólki. Við sérsníðum símsvörun að þínum þörfum og erum til taks alla daga ársins.

Skiptiborðaþjónusta

Við svörum símtölum sem koma í aðalnúmer fyrirtækisins og beinum þeim í réttan farveg. Þetta getur falið í sér að svara algengum fyrirspurnum, áframsenda símtöl til viðkomandi starfsmanns eða taka skilaboð og senda þau áfram.

Stjórnendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af mönnun skiptiborðsins í veikindum eða fríum. Við getum tekið alfarið yfir skiptiborðið eða sinnt því þegar á þarf að halda.

Tímabókanir

Bókunarþjónustan okkar er sérhönnuð fyrir fyrirtæki sem byggja á tímapöntunum. Við sjáum um tímabókanir, afbókanir, breytingar á tímum og minnum viðskiptavini á bókaða tíma. Þetta gerum við í síma, tölvupósti eða netspjalli, svo starfsfólk þitt geti einbeitt sér að því að þjónusta viðskiptavini án truflana.

Við vinnum með flestum helstu bókunarkerfum á markaði eins og t.d. Gagna, Noona, PMO, Sögu og DS bókun.

Mikilvægt er að missa ekki af símtölum – tapað símtal getur þýtt tapaðar tekjur.

Yfirfallssvörun

Þegar álag er mikið eða starfsfólk forfallast, tryggjum við að engin símtöl fari forgörðum. Ef starfsfólk er upptekið í afgreiðslu eða önnum kafið í öðru símtali, grípum við inn í og sjáum til þess að símtölum sé svarað og þau komist í réttan farveg.

Þegar starfsfólk er á ferðinni og ekki í stakk búið til að svara farsímanum, sér Ritari um að taka símtalið, skrá skilaboð eða veita viðeigandi upplýsingar, allt eftir því hvað hentar best í hverju tilviki.

Þjónustuborð

Starfsfólk okkar sérhæfir sig sig í þínum geira og veitir fyrsta flokks þjónustu í samræmi við þínar kröfur. Við getum séð um skráningar í tölvukerfi, sölupantanir, verkbeiðnir eða fundarbókanir ásamt því að aðstoða viðskiptavini við kaup í vefverslun eða á þjónustu.

Þjónustan getur einnig hentað tæknimönnum sem geta hringt inn og látið skrá tímana sína í vinnuskýrslu. Þetta sparar tíma sem tæknimenn geta nýtt í útselda vinnu í stað innri verkefna.

    Af hverju velja símsvörunarþjónustu Ritara?

    Símsvörunarþjónusta Ritara er sérsniðin að þörfum þíns fyrirtækis. Með áreiðanlegu og faglegu starfsfólki tryggjum við að öll símtöl séu afgreidd á réttan hátt, hvort sem það snýr að einföldum fyrirspurnum, skilaboðum eða að koma erindum til réttra aðila. Við bjóðum upp á sveigjanleika og þjónustu alla daga ársins þannig að þú missir aldrei af sölu- eða þjónustutækifærum.

    • Persónuleg þjónusta
      Við sérsníðum símsvörun að þörfum þíns fyrirtækis og notum sérhæft upplýsingakerfi til að tryggja að réttar upplýsingar séu til staðar. Við svörum eins og við séum starfsmenn fyrirtækisins og tryggjum faglega og persónulega upplifun.

     

    • Sveigjanleiki
      Þjónustan er hagkvæmari en að ráða nýjan starfsmann, sérstaklega á álagstímum. Við bjóðum upp á sveigjanlega símsvörun, hvort sem það eru viðskiptasímtöl eða persónuleg símtöl, og sinnum símsvörun allan ársins hring.

     

    • Áreiðanleiki
      Starfsfólk okkar er sérþjálfað til að svara símtölum hratt og örugglega, með yfir 90% svörunarhlutfall. Þjónustan okkar er áreiðanleg og símtölum er svarað af þekkingu og reynslu.
      • Skilvirkni
        Starfsfólk þitt getur einbeitt sér að kjarnastarfsemi fyrirtækisins án truflana. Við hjálpum við að svara öllum símtölum, létta álagi og stytta svartímann.

       

      • Þinn hagur
        Flestir sem prófa þjónustuna halda áfram að nota hana. Fyrirtækið þitt virkar stærra og faglegra með okkar símsvörunarþjónustu.

       

       

      • Hagkvæmni
        Þú missir ekki af símtölum sem gætu leitt til tapaðra tekna. Þú borgar aðeins fyrir þá þjónustu sem þú nýtir og lækkar þannig kostnað við starfsmannahald og símkerfalausnir.