netspjall og samfélagsmiðlar

Netspjall

Með breyttum tímum þróast þarfir viðskiptavina og samskiptaleiðir við fyrirtæki. Í dag kjósa margir að nota frekar netið til að hafa samband við fyrirtæki heldur en síma. Ritari hjálpar þér að mæta þessum þörfum á einfaldan og áreiðanlegan hátt.

Við setjum upp netspjall fyrir fyrirtækið þitt með því að bæta spjallboxi á vefsíðuna. Við sjáum svo um að vakta spjallið, svörum einföldum fyrirspurnum sem berast og vísum sölutækifærum eða flóknum málum áfram til söludeildar eða stjórnenda fyrirtækisins.

Með því að nýta netspjallsþjónustu Ritara býður þú viðskiptavinum þínum upp á fjölbreyttar og þægilegar leiðir til að hafa samband. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að fylgjast með spjallinu sjálf/ur – við sjáum um að allar fyrirspurnir séu afgreiddar hratt og fagmannlega, þannig að öllum sé svarað.

Samfélagsmiðlar

Til að ná árangri með samfélagsmiðla er mikilvægt að þeir séu virkir og haldið sé uppi góðum tengslum við viðskiptavini. Ritari tekur að sér að vakta samfélagsmiðla fyrirtækisins fyrir þig og tryggir að brugðist sé við öllum samskiptum.

Við aðstoðum einnig við að setja inn efni á miðlana, veitum ráðgjöf um hvernig koma megi fyrirtækinu á framfæri, og hvernig efla megi tengsl við núverandi og tilvonandi viðskiptavini. Með okkar aðstoð færðu örugga og markvissa umsjón með samfélagsmiðlum fyrirtækisins.