mannauður
Mannauður Ritara – lykillinn að velgengni
Velgengni og góð þjónusta Ritara byggir á öflugu starfsfólki okkar.
Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að laða að sér þjónustulundað og metnaðarfullt fólk og skapa því jákvætt, hvetjandi og áhugavert vinnuumhverfi.
Gildin okkar – traust, þekking og þjónusta – eru hornsteinar í allri okkar starfsemi.
Starfsfólk Ritara fylgir þessum gildum í öllum samskiptum, bæði innanhúss og gagnvart viðskiptavinum okkar og þeirra viðskiptavinum.
Eigendur, stjórnendur og starfsfólk leggja sig fram við að tryggja að öllum líði vel í vinnunni og að metnaður til að skila afbragðsárangri sé alltaf til staðar. Gagnkvæmt traust, gott samstarf og greið upplýsingamiðlun eru lykilatriði í samskiptum okkar við viðskiptavini.
Markmið okkar er að ná sem bestum árangri fyrir viðskiptavini okkar og veita framúrskarandi þjónustu í hverju verkefni.