Ritari býður fyrirtækjum upp á þjónustu þar sem ritarinn situr ekki innan veggja fyrirtækisins. Fyrirtæki losna þar með undan óþarfa yfirbyggingu sem því fylgir. Fyrirtæki geta sparað sér umtalsvert fé með því að nýta sér þessa þjónustu. Eingöngu er greitt fyrir þá vinnu sem þörf er á og þjónustan er til staðar þegar á þarf að halda. Ritaraþjónustan er klæðskerasaumuð utan um rekstur fyrirtækisins og hægt er að auka eða minnka þjónustuna í takt við hann.

Þessi þjónusta er vel þekkt víða erlendis og fyrirtækjum hefur reynst vel að nýta sér hana. Starfsfólk getur þá einbeitt sér að kjarnastarfseminni, hvort sem um stór eða lítil fyrirtæki er að ræða. Fyrirtæki þurfa yfirleitt á aðstoð að halda við ýmis tilfallandi verkefni en oft eru tilfellin ekki nógu mörg til að réttlæta það að vera með ritara í fullu starfi. Þá kemur ritaraþjónustan sér vel.

Fyrirtæki geta nýtt sér sérþjálfaðan einkaritara til að sinna þessum verkefnum fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem fylgir því að ráða starfsmann.

Dæmi um verkefni ritara geta verið:

  • Sérhæfð skýrslugerð og ritun, t.d. af upptökum fyrir lögfræðinga, lögreglu, öryggisgæslu og aðra sem þurfa að skila rituðum skýrslum fyrir störf sín.
  • Almenn ritun, t.d. ritun fundargerða, ritun texta eftir upptökutækjum o.fl.
  • Læknaritun.
  • Utanumhald vegna ferðalaga starfsmanna, t.d. bókanir á flugi, hótelum og öðru sem því fylgir.
  • Vöktun á tölvupósti.
  • Ritaraaðstoð þar sem við sjáum t.d. um að semja fundarboð og senda út, skrifa niður og senda út markpósta, útbúa markaðspakka og senda út og margt fleira sem ritarar sjá almennt um.

 

Smelltu hér til að sjá ummæli frá einum viðskiptavina Ritara um það hvernig hann hefur nýtt sér þessa þjónustu.