Bókhaldsþjónusta
Bókhaldsþjónustan okkar hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Við tökum að okkur almenn bókhaldsstörf og ársuppgjör fyrir rekstraraðila og erum í samstarfi við fagfólk í bókhaldi, skattaráðgjöf og endurskoðun.
Ritari getur annaðhvort aðstoðað fyrirtækið þitt með bókhaldið eða séð alfarið um það.
Starfsfólk okkar býr yfir reynslu og þekkingu á öllum þáttum bókhaldsins, allt frá launaútreikningum til ársuppgjörs.
Okkar markmið er að halda bókhaldinu eins rafrænu og skilvirku og mögulegt er, með reglulegri færslu á bókhaldi.
Við höfum reynslu af öllum helstu bókhaldskerfum á markaðnum.
Verkefnin okkar eru meðal annars:
- Færsla bókhalds
- Skráning reikninga til samþykktar
- Greiðsla reikninga
- Afstemming banka
- Afstemming lánardrottna og skuldunauta
- Útgáfa reikninga og krafna
- Innheimta á reikningum
- Launaútreikningar, launauppgjör og greiðslur
- Virðisaukaskattsuppgjör
- Ársuppgjör og skil á ársreikningum
- Skattframtöl fyrir fyrirtæki og einstaklinga
- Undirbúningur bókhalds fyrir endurskoðun
- Frágangur opinberra gjalda
- Samskipti við opinbera aðila
- Önnur bókhaldsþjónusta og ráðgjöf
Við færum bókhaldið jafnóðum og gögnin berast, þannig að stjórnendur hafi alltaf yfirsýn yfir raunverulega stöðu rekstursins.