Markmið og framtíðarsýn
Ritari býður heildarlausnir í viðskiptaþjónustu og skrifstofulausnum.
Við leggjum áherslu á afburðarþjónustu og fagleg vinnubrögð.
Velgengni viðskiptavina okkar er okkar eigin árangur, og því einblínum við á að skapa lausnir sem stuðla að árangri allra.
Markmið okkar er að veita þjónustu sem eykur framlegð og hagræðingu í rekstri, á meðan við leitum sífellt leiða til að bæta þjónustu fyrirtækja við viðskiptavini sína.
Framtíðarsýn
Við stefnum að því að vera leiðandi í lausnum fyrir fyrirtækjarekstur með afburðarþjónustu í fjarumhverfi.
Með okkar þjónustu getur rekstur fyrirtækisins verið sveigjanlegur og óháður staðsetningu.
Við leysum öll rekstrartengd verkefni frá okkar skrifstofu á faglegan hátt, án þess að þurfa að vera á staðnum.
Megin gildi Ritara:
- Traust: Við byggjum á persónulegu samstarfi og faglegum vinnubrögðum.
- Þekking: Við höfum áralanga reynslu af þörfum fyrirtækja í skrifstofurekstri og þjónustu.
- Þjónusta: Við leggjum áherslu á þjónustulund, lausnamiðun og aðstoðum viðskiptavini með bros á vör.